Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Kim Williams (21/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Það voru 5 stúlkur sem deildu 10. sætinu (voru jafnar í 10.-14. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 undir pari, 358 högg: Ariane Provot,  Kim Williams, Henni Zuël,  Rebecca Sörensen og Tessa Teachman.

Sú sem verður kynnt í kvöld er enski kylfingurinn Kim Williams, sem varð í 11 .sætinu á eins og segir 358 höggum ().

Sjá má viðtal sem blaðafulltrúi LET tók við Williams með því að SMELLA HÉR: 

Kim Williams fæddist í Polokwane, Suður-Afríku, 13. maí 1986 og er því 28 ára í dag. Hún á því sama afmælisdag og Solheim Cup stjarnan Caroline Hedwall.  Kim er fremur lágvaxin aðeins 1,56 m á hæð, ljóshærð með brún augu.  Hún byrjaði í golfi fyrir 9 árum, 1. janúar 2005, þ.e. frekar seint, 18 ára og voru helstu áhrifavaldar hennar í golfinu foreldrar og fjölskylda.

Þjálfarinn hennar í dag er Llewellyn Van Leeuwen. Hún hefir verið fulltrúi Suður-Afríku í mótum 10 sinnum frá árinu 2006. Helstu viðurkenningar eru að hún var valin áhugakvenkylfingur ársins í Suður-Afríku 2009 og 2010, en þar vann hún yfir 30 titla sem áhugamaður.

Kim útskrifaðist frá University of Pretoria High Performance Centre.

Hún er félagi í Ernie Els klúbbnum í Copperleaf Golf & Country Estate, þar sem Tshwane Open fer fram nú um helgina (27. febrúar – 2. mars 2014).

Áhugamál hennar fyrir utan golfið er að fylgjast með íþróttum almennt.