Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2014 | 07:00

PGA: Russell Henley sigraði í 4 manna bráðabana á Honda Classic

Það var Russell Henley sem stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic mótinu, sem lauk í gær á PGA National í Flórída.

Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru 4 efstir og jafnir: nafnarnir Russell Henley og Skotinn Russell Knox, Rory McIlroy, sem búinn var að leiða alla 3 dagana þar áður og Ryan Palmer.

Allir voru þeir búnir að spila á samtals 8 undir pari, 272 höggum: Henley (64 68 68 72); Knox (70 63 68 71); McIlroy (63 66 69 74) og Palmer (68 66 69 69).

Það varð því að koma til bráðabana milli efstu fjögurra og þar hafði Henley best þegar á 1. holu bráðabanans, en hann fékk fugl meðan hinir voru á pari.

Tiger dró sig úr mótinu vegna bakmeiðsla – hann var kominn á 5 yfir par á lokahringnum og því samtals á sléttu pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Honda Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta frá lokahring Honda Classic SMELLIÐ HÉR: