Sunna Víðisdóttir. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2014 | 07:44

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Berglind við keppni í Suður-Karólínu – Staðan e. 2. dag

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir og golflið Elon og klúbbmeistari GR 2013, Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG, taka báðar þátt í Kiawah Island Intercollegiate: Kiawah Island Classic, en mótið fer fram í  Oak Point Golf Club & Cougar Point  á Kiawah Island, í Suður Karólínu.

Mótið stendur dagana 2. – 4. mars 2014  og lýkur því í kvöld. Þátttakendur eru 192 frá 36 háskólum.

Sunna hefir leikið á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (75 76) og er á besta skori Elon, sem er sem stendur í 12. sæti í liðakeppninni.

Berglind er búin að leika á samtals 14 yfir pari, 158 höggum (74 84) og er á næstbesta skori UNCG, sem er í 26. sæti í liðakeppninni. Liðsfélagi Berglindar, Sammie Buchanan er í 1. sæti í einstaklingskeppninni.

Til þess að fylgjast með þeim Sunnu og Berglindi á Kiawah Island Classic SMELLIÐ HÉR: