Strangar reglur um golfklæðnað og bann við notkun farsíma fæla frá
Á síðasta golfþingi kom fram að Ísland væri í forréttindastöðu hvað varðaði félaga í golfklúbbum, en hér á landi hefir klúbbfélögum ekkert fækkað í líkingu við það sem gerist í raun alls staðar annars staðar í heiminum.
England Golf hefir bent á tvennt: stranga dresskóða þ.e. að strangt sé farið eftir reglum um golfklæðnað á golfvöllum og það að öll notkun farsíma sé bönnuð, sem það sem hefir mestan fráfælingarmátt.
England Golf hefir sett sér það markmið að halda félagafjölda sínum óbreyttum þ.e. í 750.000 árið 2020, sem er ákaflega metnaðarfullt markmið í ljósi þess að fækkun á klúbbfélögum í Bretlandi hefir verið um 13% frá árinu 2004.
Enska golfsambandið talaði í því sambandi við 55 golfklúbba, sem blómstrað hafa og fundu út að margir þeirra slaka á hvað snertir reglur um golfklæðnað og beinlínis leyfðu farsíma, meðan að þeir klúbbar sem voru í verulegum vandræðum fóru strangara í sakirnar.
Vingjarnleiki, sveigjanleiki í félagsaðild og lægri félagsgjöld eru lykilatriði sem enska golfsambandið ætlar að leggja áherslu á.
„Staðir þar sem vingjarnlegt andrúmsloft er, þar sem auðvelt er að sósíalisera og finna fólk til þess að spila hring með er afar mikilvægt þegar laða á að nýja félagsmenn. Einnig að slakað sé á reglum m.a. um gallabuxur, strigaskó og farsíma, það var algengt,“ segir í nýlegri skýrslu enska golfsambandsins: Membership Recruitment and Retention, Key Themes For Implementation.
„Að vera með sveigjanlega félagsaðild og viðurkenna að einn pakki hentar ekki öllum, t.a.m. félögum sem spila aðeins af og til, er mjög mikilvægt. Þetta á einkum við félaga sem eru yngri eða allt að 40 ára aldri.“
„Og þeim klúbbum sem gekk vel fundu leið til að auðvelda fólki með upphafskostnaðinn. Eins voru þessir klúbbar með kynningardaga, þar sem eldri félagar komu að til þess að hjálpa nýrri félögum að njóta þess sem klúbburinn hefir upp á að bjóða og auk þess buðu þessir klúbbar félagsaðild til reynslu.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024