GR: Marólína á toppnum eftir 7. púttmót GR-kvenna – Besta skorið – 27 pútt – átti Áslaug Svavars
Fyrir nákvæmlega viku síðan fór fram 7. og næstsíðasta púttmót GR-kvenna. Hér fer fréttatilkynning kvennanefndar GR um púttkvöldið:
„Um eitthundrað konur létu sig ekki vanta á sjöunda og næstsíðasta púttkvöld GR kvenna enda fer nú tækifærunum fækkandi til að slá um sig á Korpunni í keppninni um púttmeistara GR kvenna.
Völlurinn í kvöld var laaaangur og þröngur og þurftu púttarar á tíðum að skáskjóta sér á milli hola. Það var nú bara gaman og jók á nándina.
Besta skorið var 27 högg og það átti Áslaug Svavars. Frábær frammistaða þar!
Staðan er óbreytt að loknum sjö kvöldum. Marólína trónir á toppnum og í humáttina, jafnar á aðeins tveimur fleiri höggum koma þær stöllur Svanhildur og Sigríður M ásamt fleirum þar sem örfá högg skilur á milli efstu sæta. Það getur enn allt gerst, það þarf ekki nema draumahringinn og sigurinn er í höfn.
Áttunda og síðasta púttkvöldið er í kvöld. Þá er Öskudagur og að sjálfsögðu mætum við allar í búningum enda besti búningurinn verðlaunaður á skemmtikvöldinu þann 8.mars nk. og til mikils að vinna.
Hlökkum til að sjá ykkur fjölmenna í öskudagspúttið og ljúka þannig með stæl flottri púttmótaröð 2014.
Ein okkar týndi bíllyklinum sínum. Ef einhver hefur orðið hans var þá vinsamlega meldi hún sig við okkur í nefndinni.
Meðfylgjandi er skorið og staðan í dag
Nefndin þakkar Lilju Lilja Viðarsdóttir fyrir myndir af stemmningu kvöldsins
kær kveðja,
kvennanefndin,“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024