Steven Elkington
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2014 | 21:15

Champions Tour: Elkington með í Toshiba mótinu

Í næstu viku hefst á öldungamótaröð PGA Tour, Champions Tour, Toshiba Classic mótið á Newport Beach í Kaliforníu.

Meðal þátttakenda er Stephen Elkington, sem sagði smekklausan hommabrandara í síðustu viku og hefir ekkert verið að biðjast afsökunar á því.

Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: 

Steven Elkington

Steven Elkington

Næsta víst er talið að hann verði spurður um brandarann og önnur smekklaus tvít sín á blaðamannafundi sem haldinn verður fyrir mótið.

Mestallir peningar sem koma inn á mótinu renna til góðgerðarmála.

Aðalframkvæmdastjóri mótsins Jeff Purser sagði m.a. eftrfarandi um þátttöku Elkington í mótinu: „ Hann endurspeglar ekkert mótið og er ekki fulltrúi If Toshiba eða (Hoag) Hospital.“

„Ég hef enga lögsögu yfir Steve Elkington eða nokkurn annan leikmann.”

„M.ö.o. ég  ræð ekkert hver spilar í mótinu. Þetta er ekki boðsmót en ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því. Það fer eftir reglum PGA Tour hver kemst í mótið og hver ekki.“

„PGA sektar ekki fólk eða er með viðurlög við ósæmilegri framkomu.“

„Ég vildi óska að hann hefði ekki sagt þetta en ég er glaður að hann komi hingað vegna þess að hann styður mótið og túrinn. Ég er ekkert að hvítþvo djókana hans. Við erum öll mannleg. Ef hann kemur hingað, gleðjumst við yfir  að taka á móti honum.“