Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2014 | 14:30

Dubuisson hlýtur undanþágu á PGA

Frakkinn Victor Dubuisson hefir fengið sérstakan tímabundinn rétt til þess að spila á PGA Tour það sem eftir er keppnistímabilsins.

Dubuisson er kominn upp í 23. sætið á heimslistanum eftir frábæran árangur á heimsmótinu í holukeppni (ens. World Golf Championships-Accenture Match Play Championship), sem fram fór í  Arizona, þar sem hann landaði 2. sætinu eftir sögulegan úrslitaleik.

Hann varð líka í 13. sæti á AT&T Pebble Beach Pro-Am í febrúarmánuði síðastliðnum.

Þessi frábæri árangur hans hefir veitt honum þetta sérstaka kort, sem veitir honum aðgang að ótakmörkuðum fjölda boða frá styrktaraðilum, en Dubuisson, er mjög vinsæll eftir gott gengi sitt.  Verði framhald á því (þ.e. góðu gengi hans) gæti hann unnið sér inn fullan keppnisrétt.

Dubuisson tekur þátt í WGC-Cadillac Championship í Doral í þessari viku, en er þegar búinn að gulltryggja sér sæti sitt á the Master risamótinu sem hefst eftir tæpan mánuð.

„Ég byrjaði að spila golf eftir að ég horfði á Tiger sigra Masters risamótið og það hefir svo mikla þýðingu fyrir mig að spila þar í næsta mánuði í Augusta,“ sagði hann á blaðamannafundi í Doral.

„Ég finn virkilega ekki fyrir neinni pressu að fara þangað (á Augusta National). Ég er miklu fremur ánægður vegna þess að ég horfi enn stundum á vídeó af þessari Masters-keppni frá árinu 1997.“