Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2014 | 22:00

WGC Cadillac: Day dró sig úr mótinu

Í dag hófst á breyttu Bláa Skrímslinu í Doral, Flórída, Cadillac heimsmótið.

Keppendur voru upphaflega 69  bestu kylfingar heims, en eru nú aðeins 68, vegna þess að nr. 4 á heimslistanum dró sig úr mótinu.

M.ö.o. Jason Day dró sig úr mótinu vegna meidds þumalputta;  hann fór í röntgen og myndirnar voru þannig að læknir ráðlagði hvíld.

Nr. 4  mun því vera frá  í einhvern tíma, en hann gaf ekkert út á hvenær hann myndi mæta aftur til keppni.

Hér má fylgjast með skorinu á Cadillac heimsmótinu SMELLIÐ HÉR: