Dýr á golfvöllum: Poulter og Iguana eðlan
Leik var frestað í gær á Cadillac heimsmótinu, sem fram fer á Bláa Skrímslinu í Miami vegna þrumuveðurs og eldingahættu, en Miami er sú borg í heiminum þar sem eldingar eru hvað tíðastar.
Ian Poulter rakst á þessa Iguana eðlu á leið sinni í klúbbhúsið og smellti mynd af henni.
Þetta er svokölluð „græn“ Iguana eðla – karldýr – en karldýrin verða appelsínugul á litinn á fengitímanum til þess að laða kvendýrin að sér.
Svolítið skemmtilegt er að grænar Iguana eðlur eru oft ekki grænar þó þær séu nefndar svo; Þær finnast í ýmsum litaafbrigðum á stöðum heitari en í Flórída þ.e. í Suður-Ameríku t.a.m. bleikar,
bláar (Perú), rauðar (Costa Rica)
appelsínugular eða jafnvel svart/gráar (sjaldgæf tegund). Trump hefði átt að vera sniðugur og fá sér bláa Iguana eðlu til þess að hafa á „Bláa skrímslinu“!
„Grænu“ Iguana eðlurnar verða allt að 1,5 metri á lengd og vega yfirleitt um 9 kíló (þó undantekningar finnast sem eru styttri/lengri og léttari/þyngri. Þær geta orðið allt að 2 metra langar. Þær hafa frábæra sjón og eru góðar að klifra og geta dottið allt að úr 15 metra hæð og lent óskaðaðar. Oftast má finna þær nálægt vatni líkt og Poulter gerði, en eðlan var í námunda við vatnshindrun.
Flestar Iguana eðlur eru jurtaætur, lifa á jurtum, spírum, blómum, fræjum og ávöxtum- uppáhald Iguana eðla í Panama eru t.d. villtar plómur. Margar Iguana eðlanna eru tenntar og eru bit þeirra sársaukafull, enda tennurnar beittar. Iguana eðlur bíta þó ekki frá sér nema þeim finnist á þær ráðist og yfirleitt ekki nema þær séu særðar og álíti sig í lífshættu. Svona almennt, frá þessu eru þó allskonar undantekningar. Flestar grænar Iguana eðlur reyna að flýja komi fólk of nálægt þeim að þeirra smekk og ef vatn er nálægt stinga þær sér til sunds og eru um stund á kafi og vona að hættan (þið) farið í burtu.
Iguana eðlur eru ekki vinsælar á golfvöllum, þ.e. kvendýr (er þetta nú ekki dæmigert!?) því þær grafa holur í vellina þegar þær leggja egg sín, sem geta verið frá 20 og upp í 70, 1 sinni á ári.
Sænski dýrafræðingurinn Carl Linnaeus lýsti Iguana eðlunni fyrstur, 1758, Þess mætti geta að mörgum kylfingum í Flórída finnst alveg jafn gaman að kunna skil á og að greina eðlur og slöngur og köngulær, sem finnast víða á golfvöllum í Flórída, sem og hinum fjölmörgu fiðrilda og fuglategundum sem þar finnast! Það er líka eins gott að kunna að greina þær og skil á því hvaða eðlur og slöngur og köngulær eru hættulegar og hverjar ekki!
Ef þið rekist á eðlu sem þessa, eins og Ian Poulter , þá vitið þið að þarna er appelsínugult karldýr grænnar Iguana eðlu á ferð!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024