Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 10:30

Hæfileikar versus tækni í golfi

Hér á eftir fer í lauslegri íslenskri þýðingu frábær grein Adam Young (sjá má grein hans á ensku fyrir þá sem heldur vilja lesa greinina á frummálinu með því að SMELLA HÉR:):

Nökkvi Gunnarsson

Nökkvi Gunnarsson

Nökkvi Gunnarsson, PGA golfkennari, sagði á facebook í fyrradag að þessi grein ætti að vera skyldulesning!

Hér fer síðan greinin lauslega þýdd: 

„Fyrir mig snúast hæfileikar um hæfni ykkar til þess að gera það sem þið ætlið ykkur að gera. T.d. ef ætlunin er að henda pílu í miðja skotskífu, þá er stig hæfileika minna hærra þegar hæfni mín er meiri til þess að vera oft nærri (eða hitta) í skotmark mitt.  Tæknin fyrir mér snýst meira um „hvernig“ (m.ö.o. hvaða aðferð er notuð).  Tveir pílukastarar eru e.t.v. á sama hæfileikastigi, en sýna hæfileika sína með notkun mismunandi tækni.  Á svipaðan hátt í golfi geta tveir kylfingar hitt skotmörk sín, en gera það á mjög ólíkan hátt.  Atvinnumaður er með meiri hæfileika til að hitta boltann í mark, en kylfingur með 28 í forgjöf, sama hvaða tækni er notuð. Pró kylfingur getur sveiflað til hægri, vinstri eða jafnvel notað öfugan þyngdarflutning og ennþá verið betri en kylfingur með 28 í forgjöf sem notar hefðbundnari tækni.

Matt Kuchar er með gullfallega sveiflu

Matt Kuchar er með gullfallega sveiflu

Til skýringar má hér sjá myndskeið með tveimur kylfingum sem nota ólíka tækni: JIM FURYK og MATT KUCHAR (Smellið á feitletruðu undirstrikuðu nöfn kylfinganna til þess að sjá myndskeið með sveiflum þeirra – Takið eftir hversu gjörólík tækni þeirra er!)

Auðvitað eru sameiginlegir þættir, en stiíl þeirra er mjög ólíkur. Þeir eru samt báðir á stigi atvinnumanna í golfi, hvað hæfileika snertir.

Meirihluti golfleiðbeinenda s.l. árhundraðið hefir aðallega fengist við tæknilega hlið golfsins. Það er til kenning um að þegar tæknin batni, þá aukist stig hæfileika ykkar. Á meðan að það er svo sannarlega rétt, þá hafa ekki margir litið á hina hliðina; þ.e. að ef hæfileikastigið er aukið þá sjáist bætt tækni.

Frammistaða/Hæfileikar hvað snertir ferlið

Skv. skilgreiningu minni á hæfileikanum, þá leiðir að við ættum að reya að bæta hæfileikana sem lúta mest að frammistöðu. Beinasta tengingin við frammistöðu myndi augljóslega vera að stjórna BOLTAFLUGINU þannig að a.m.k. einhver hluti æfinga ykkar ætti að beinast að því.  Á meðan að þetta er að sögn líklega mjög augjóst, þá miskkilur flest fólk þetta eða eru mjög óskilvirk í hæfni sinni til þess að þróa með sér þessa hæfileika.

„Tæknifríkin“ gera þau mistök að vinna aldrei með niðurstöðuna. Þeir eru of uppteknir af því að líta á sveiflu sína eða tæknina að þeir þróa aldrei boltastjórnunar hliðina fullkomlega. Meðan að þetta er sjaldgæft þá hafa betri kylfingar tilneigingu til þess að ströggla við þettta, eða þeir leikmenn sem greina of mikið og halda að það sé til „sveifluleyndarmál“ geta einnig fallið í þessa gildru. Á hinn bóginn er meirihluta leikmanna að vinna í boltastjórnunar hæfileikum (á kostnað tækninnar).  Meðan að þetta getur skv. kenningunni verið módel sem virkar, þá leiðir aðferðin sem þessir leikmenn beita við æfingar ekki til gríðarlegs gróða á hæfileikum.

Fegurð er oft ekki fúnktional þ.e. virkar oft ekki

Fegurð er oft ekki fúnktional þ.e. virkar oft ekki

 Ég hef mikinn áhuga á hvernig hæfileikar þróast. Ég hef tekið mikið af hugmyndum úr öðrum íþróttum og hæfileikum sem ég hef tileinkað mér og reynt að beita þeim beint í golfinu.  Ég hef líka stúderað mikið af þeim rannsóknum, sem fjölgar á hverju ári á þessu sviði og bætti því við æfingaprógrömmin mín fyirr leikmenn. Ég ætlar nú að lýsa stuttlega nokkrum lykilatriðum, sem mér finnst að séu mikilvæg fyrir skilvirka þróun á hæfileikum.

Markmið

Ertu á æfingasvæðinu bara að slá bolta og horfa á hvernig boltinn flýgur og ert annaðhvort ánægður eða í uppnámi yfir niðurstöðunum? Ef svo er þá er kominn tími til að gera litla en einfalda breytingu.  Setjið sjálfum ykkur markmið í æfingum ykkar. Þetta getur verið jafnauðvelt atriði eins og að búa sér til ímyndaða braut (og nota tvo punkta á æfingasvæðinu til að marka útlínur (ímynduðu brautarinnar).  Reynið að hitta brautina (ímynduðu)  eins oft og þið getið. Gerið þetta í settum af 10 boltum og skráið hjá ykkur skorið.  Þetta getur virkilega aukið einbeitingu ykkar, hvata og hæfni til að bæta boltaflugið.

Markmið!

Markmið!

Þetta þarf ekki bara að vera frammistöðutengt. Til dæmis, þið gætuð líka einbeitt ykkur að og bætt hæfni ykkar til að hitta í miðju kylfuandlitsins. Í æfingadæmi mín fyrir nokkrum vikum sýndi ég gott dæmi um hvernig leikmaður sem ég þjálfa bætti hæfni sína til þess að hitta í miðju kylfuandlitsins, aðeins með því að vera meðvituð um það, með því að fá svörun og svolitla hvatningu. Engar tæknilegar aðferðir voru kenndar annað en að sagt var við viðkomandi að hann ætti að reyna að hitta aðra hluti kylfuandlitsins.

Sjá þetta æfingardæmi með því að  SMELLA HÉR:  

Önnur meira ferlismeðvituð dæmi gætu falið í sér að einbeita sér meira að því að gera boltaför á réttum stöðum eða einbeita sér að því að slá högg með aðeins meira opinni/lokaðri kylfuandlitsstöðum þegar slegið er. Auðvitað, renna þessar hugmyndir saman og verða að tækni, en þeir snúa meira að hlutum sem þið getið stjórnað með samhæfni ykkar fremur en stíl. T.d.: Ég get hitt miðju kylfuandlitsins með ýmsum tilbrigðum í gripum og með ólíkum baksveiflum.“

Svörun (ens. feedback)

Til viðbótar ofangreindu, er gott að taka eftir hversu mörg högg tapast til vinstri eða hægri en það getur hjálpað ykkur til við að koma auga á stöðugri mynstur. Einn af aðalmuninum á góðum og lakari leikmönnum er hæfni þeirra til að koma auga á mynstur þegar þau eiga sér stað.  Ég sé mikið af slökum leikmönnum sem segja „ég hitt boltann allsstaðar“ þegar þeir eru í raun aðeins með eitt stöðugt mynstur með nokkrum frávikum. Betri leikmenn aðlagast mynstri sínu á auðveldari hátt. T.d. sem áhugmaður missti ég 95% högga minna til vinstri þegar ég var að miða. En undirmeðvitund mín greindi þetta mynstur og ég aðlagaði mið mitt til hægri við skotmarkið. Þetta leyfði náttúrulega mynstri mínu að virka betur án þess að þörf væri á tæknilegri breytingu. Með betri svörun, mun ykkur vera kleift að þróa þennan hæfileika fyrr.

Að sjá hvar bolti ykkar er í bolfafari

Að sjá hvar boltafar ykkar er til samanburðar við hvar bolti ykkar er, er ein besta svörun sem þið getið fengið

Framfarir

Til þess að þróa hæfileika verðum við stöðugt að bæta stig hæfileika okkar. Líkt og lyftingamaður hefir að markmiði að bæta þyngdum við lóð sín í hverri viku, þá ætti það sama að eiga sér stað á golfæfingum ykkar. Ef við höldum okkur við dæmi okkar þá er auðveld leið að þessu að minnka skotmarkið stig af stigi.  Til að ákveða hvenær á að halda áfram (t.a.m. halda áfram að minnka skotmarkið) þá nota ég venjulega 7/10 reglu. Ef þið náið einhverju í 7 af 10 skiptum þyngið/herðið æfinguna. Á sama hátt ef þið náið aðeins árangri í tiltekinni æfingu í 3 af 10 skiptum þá er best að auðvelda hana.

S

Fjölbreytileiki

Einn af stærstu þversögnunum í þróun á hæfileikum er að hægt er að ná meiri framförum á skilvirkan hátt með æfingum sem eru fjölbreytilegar.

Mannslíkaminn virðist læra best þegar hann hefir mikið af mismunandi upplýsingum til þess að komast að niðurstöðum, fremur en að halda sig við eina aðferð. Það virðist því sem sögnina „æfingin skapar meistarann“ vanti, þegar best lætur. En golfkrefst líka þó nokkurrar aðlögunarhæfni (að mismunandi legum, aðstæðum í umhverfi  o.s.frv.) Við getum séð hvernig það að stuðla að fjölbreytni getur hjálpað okkar með leik hæfileika okkar utan æfingasvæðisins. Með því að bæta við æfingu okkar, þá gætum við gert „að hitta brautina“ æfingu okkar en reynt að breyta lögun höggsins í hvert skipti. Þetta myndi vera dæmi um það sem við nefnum „breytilegar æfingar“ þar sem verið að reyna að gera sama verk en á mismunandi hátt.

Annað dæmi, við getum bætt hæfileika/hæfni okkar til að slá í miðju kylfuandlitsins með því í raun að reyna að hitta hælinn og tánna á kylfunni til skiptis. Þetta er dæmi um „breytilega æfingu“ þegar við reynum að bæta hæfileika okkar á stjórn að andliti og (boltaflugs)feril gegnum það að framkvæma æfingar sem við viljum venjulega ekki gera.

„Sweet-spot"-ið

„Sweet-spot“-ið

Reynið að hugsa um einhverja hæfileika sem toppkylfingarnir hafa og reynið að finna leið til þess að bæta þessa hæfileika með því að beita nokkrum af ofangreindum aðferðum.

Takið punkta heim með ykkur

Að vinna í tæknilegri hlið ykkar er gott markmið. En lítð aðeins á það sem hluta pússluspilsins. Stíllinn sem þið hafið þegar þið sveiflið kylfu ykkar er mjög ólíkur hæfileikunum sem þið búið yfir. Aðalmarkmiðið ætti að vera að bæta sláttinn og ég er ekki að tala um að bæta þá líkamsstöðu ykkar þegar þið sláið ég er að tala um hvernig kylfan hittir boltann, eins go boltaflugsgrein min bendir til.

Ég hef tilhneigingu til að vinna í hæfileikum við slátt (þ.e. stjórn á boltaförum, stjórn á slætti, (kylfu) andliti og stjórn á boltaferli, stjórn á hraða o.s.frv.) til þess að bæta frammistöðuna beint.

Niðurstöður þessarar nálgunar eru að ég sé næstum alltaf jákvæða bætingu í tækni, jafnvel án þess að þurfa að ræða hana. Þessi lífræna nálgun á kennslutækni eða „það að fá tæknina fyrir ekki neitt“ er fulkomið dæmi um sjálf-skipuleggjandi líffræðikerfi. Eða eins og ég kýs að kalla það öfugsnúna verkfræði (ens. reverse engineering).

Endilega takið ykkur tíma og deilið þessari grein á facebook/twitter, þar sem það hvetur mig að rita meira af ókeypis upplýsingum.  Tékkið líka á facebook síðu minni- og farið á http://www.adamyounggolf.com – til þess að fá nýjar upplýsingar.“