Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 05:00

GKG: Gönguskíði í stað golfs?

Hér á höfuðborgarsvæðinu hefir snjó kyngt niður og er ansi vetrarlegt eftir smá „vorvon“ sem var fyrr í vikunni.

Á heimasíðu GKG hvetur klúbburinn félaga, sem aðra, til þess að nýta sér gönguskíðabraut nú um helgina, sem vallarstarfsmenn eru búnir að leggja í Leirdalnum.

Í frétt á GKG segir þannig orðrétt:

Nú eru starfsmenn GKG búnir að leggja þessa fínu gönguskíðabraut um vallarsvæði GKG. Gott er að leggja bílnum við áhaldahúsið því þar byrjar brautin.

Gönguskíðafólk er beðið að notast bara við brautina en ekki fara ótroðnar slóðir.

Með snjó og sólar kveðju

Vallarstjóri (GKG)“