Rory og Caro
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 13:13

Hvernig Rory ver peningum sínum

Business Insider hefir tekið saman skemmtilega samantekt í máli og myndum um hvernig nr. 6 á heimslistanum (Rory McIlroy) vinnur sér inn og ver peningum sínum.

Fremst í flokki af tekjulindum kappans er auðvitað Nike golfvörufyrirtækið sem Rory er með ábatasaman $ 200 milljóna samning við.

Það helsta sem Rory hefir síðan verið að eyða peningum sínum í er hús og bíll (ótrúlega flottur Lamborghini Aventador) og kærastan, Caroline Wozniacki, sem reyndar er heldur ekki á flæðiskeri stödd fjárhagslega en talið er að hún vinni sér inn árlega um $ 13,5 milljónir.

Skemmtilegra er þó að sjá samantekt Business Insider í myndum, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: