Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2014 | 13:30

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og „The Raging Cajuns“ í 3. sæti á Louisiana Classic e. fyrri dag

Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“, golflið Louisiana Lafayette, hófu leik i gær á 29. árlega móti Louisiana Classic.

Mótið fer fram í Oakborne Country Club í Lafayette, Louisiana og eru þátttakendur  72 frá 12 háskólum.

Mótið stendur dagana 10.-11. mars 2014 og verður lokahringurinn því leikinn í kvöld.

Haraldur Franklín er búinn að leika á samtals 2 yfir pari (70 76) og er T-29i í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni er Haraldur Franklín á 4. besta skori liðsins og telur það því í  3. sætis árangri The Raging Cajuns!

Góður árangur það hjá Haraldi Franklín!!! … sérstaklega á fyrri hring hans í gær  og lokahringurinn er þegar hafinn …. og Haraldur Franklín byrjar með látum fékk fugl á 1. holu dagsins hjá sér; þeirri 3. á golfvelli Oakborne. Það er vonandi að afgangurinn af hringnum verði jafngóður!!!

Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklíns SMELLIÐ HÉR: