Afmæliskylfingurinn í kaddýstörfum. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2014 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og Queens í 5. sæti og Stefanía Kristín og Pfeiffer í 17. sæti í S-Karólínu

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA og golflið Pfeiffer tóku þátt í Hilton Head Lakes Invitational mótinu í Suður Karólínu, en mótið fór fram dagana 10.-11. mars og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 89 frá 18 háskólum.

Íris Katla lék hringina tvo á samtals 165 höggum (82 83) og varð í 27. sæti í einstaklingskeppninni. Jafnframt var hún á 3. besta skori liðs síns og átti því hlut í 5. sætis árangri The Royals, golfliðs Queens háskóla.

Stefanía Kristín var á samtals 183 höggum (91 92) og varð í 80. sæti í einstaklingskeppninni. Hún var á 3. besta skori Pfeiffer liðsins. Golflið Pfeiffer, „The Falcons“ varð í næstneðsta sæti í liðakeppninni eða því 17.  Þess ber að geta að Hilton Head Lakes Invite er fyrsta mót Pfeiffer á vorönn.

Íris Katla og „The Royals“ og Stefanía Kristín og „The Falcons“ spila næst aftur á sama móti þ.e. Wingate University Invitational í Norður-Karólínu, 23. mars n.k

Til þess að sjá lokastöðuna á the Hilton Head Lakes Invite SMELLIÐ HÉR: