Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2014 | 07:45

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst átti ekki sitt besta mót á General Hackler

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU tóku þátt í General Hackler mótinu, sem fram fór 10.-11. mars 2014 á TPC of Myrtle Beach í Murrels Inlet í Suður-Karólínu.

Í mótinu tóku þátt 68 keppendur frá 12 háskólum.

Segja má að þetta hafi ekki verið besta mót Guðmundar Ágústs en hann lék á samtals  17 yfir pari, 233 höggum  (79 78 76). Óvenjulegt að sá jafngóðan kylfing og Guðmund Ágúst með svo hátt skor!

Guðmundur Ágúst var á 5. og lakasta skori liðs síns og því taldi það ekki í liðakeppninni en ETSU liðið varð í 4. sætinu í liðakeppninni.

Næsta mót ETSU er Seahawk Intercollegiate í Wilmington, Norður-Karólínu, en mótið hefst 16. mars n.k.

Sjá má lokastöðuna á General Hackler mótinu með því að SMELLA HÉR: