Það munaði engu að að allt hefði að nýju farið í háa loft milli nr. 1 á heimslistanum, Tiger Woods og nr. 10
á heimslistanum Sergio García á 1. hring WGC Cadillac Championship í Doral í síðustu viku ….. og það fyrir
algera slysni.
Tiger, sem var í ráshóp með Adam Scott og Henrik Stenson hélt ranglega að allir í ráshóp Sergio, sem
lék á undan þeim, hefðu farið af flöt á stuttu par-4 16. brautinni á Bláa Skrímslinu.
Í raun var Sergio enn á flöt að bíða úrskurðar dómara vinstra megin á flöt.
Tiger sló dræv sitt, en sem betur fer fyrir þá sem kjósa að allt fari friðsamlega fram á golfvöllum, hitti hann boltann
ekki almennilega og var ekki nálægt því að slá inn á flöt. Það er ekki sökum að spyrja hvað gerst hefði Tiger
hefði slegið á Sergio – Spánverjinn skapheiti hefði það sko ekki látið óátalið!
Scott og Stenson, sem virtust átta sig á hvað væri að gerast héldu að sér að slá og notuðu tímann til þess að grínast
góðlátlega í Tiger um hvað gæti hafa gerst…. Já, þetta var einfaldlega ekki mót Tiger!