Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2014 | 22:00

Evróputúrinn: Cañizares á 62 og efstur e. 1. dag í Marokkó

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Trophée Hassan II mótið sem fram fer í Golf du Palais Royal, í Agadír, Marokkó dagana 13.-16. mars.

Eftir 1. mótsdag leiðir Spánverjinn Alejandro Cañizares en hann lék á 10 undir pari, 62 höggum. Hann fékk 11 fugla og 1 skolla.

Englendingurinn Seve Benson er fast á hæla Cañizares á 9 undir pari og þeir Magnus Carlsson og Connor Arendell koma þar á eftir á 7 undir pari, 65 höggum!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR: