Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2014 | 22:15

Jamie Donaldson fær takmarkaðan keppnisrétt á PGA Tour

Jamie Donaldson hefir þegið sérstakan tímabundinn keppnisrétt á PGA Tour í Bandaríkjunum, það sem eftir er keppnistímabilsins.

Wales-verjinn (Donaldson) varð í 2. sæti í WGC Cadillac Championship á Doral og hlaut að launum  $763,000.

Sú niðurstaða þýðir að Donaldson fær keppnisrétt þar sem hann hefir þegar tekið fram úr þeim lægsta sem komst á túrinn á stigum, frá síðasta keppnistímabili.

Donaldson, 39 ára, sem sigrað hefir tvívegis á Evróputúrnum, er sem stendur efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar.

Þetta þýðir líka að Donaldson er í góðri stöðu að komast í Ryder Cup liðið, en hann er hógvær „það er langur vegur í Ryder Cup“ sagði hann.

„Það er fullt af góðum mótum sem spila verður í en góðu fréttirnar eru þær að ég er að spila vel í þeim til þess að halda mér ofarlega á stigatöflunum, en ég er með fullt af markmiðum burt séð frá því.“

„Það væri frábært að spila í evrópska Ryder Cup liðinu, augljóslega, en ég verð bara að halda áfram að spila vel og gera eins vel og ég get.

„Ég er búinn að tryggja mér kortið mitt á PGA Tour, en ætla ekkert að ákveða mig fyrr en í lok árs hvort ég kem aftur.“