Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2014 | 18:30

Evróputúrinn: Cañizares enn í forystu í Marokkó í hálfleik – hápunktar 2. dags

Spánverjinn Alejandro Cañizares leiðir enn eftir 2. mótsdag Hassan Trophée II í Marokko, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Cañizares er samtals búinn að spila á 14 undir pari, 130 höggum (62 68).

Í 2. sæti er Englendingurinn Seve Benson 1 höggi á eftir og í 3. sæti er Rafa Cabrera Bello á samtals á 9 undir pari, 135 höggum  (68 67) þ.e. 5 höggum á eftir Cañizares.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru José Maria Olázabal og Pablo Larrazabal.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 2. dag á  Hassan Trophée II SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Hassan Trophée II SMELLIÐ HÉR: