PGA: Daly með yips og á 90 á Valspar mótinu
John Daly hefir spilað í 17 samfelld ár á PGA Tour og alltaf átt einn hring upp á 80 högg eða meira. En hann fór langt yfir 80 högg á Valspar Championship í dag, þegar honum brást rúmlega 1 meters pútt fyrir 89 á lokaholu Innisbrook resort og niðurstaðan hæsta skor ferilsins 90 högg.
„Ég gafst ekkert upp,“ sagði Daly jákvæður eftir hringinn hryllilega. „Ég reyndi!“
Hann notaði 12 högg á par-4 16. holunni – og jafnaði þar með 4. hæsta skor sitt á eina holu – en var miklu meira uppteknari af því að hann er kominn með yips þegar hann púttar. Daly sagðist hafa byrjað að fá yips-ið á sunnudeginum í Puerto Rico og náði lægsta punkti sínum í Innisbrook. (Innskot: Yips er þegar hendur púttara skjálfa eða koma allt í einu ósjálfráðir kippir – yips felur m.a. í sér missi fínhreyfinga , sem gerir öll pútt erfið).
Daly tók 70 pútt samtals á 2 dögum, þ..á.m. 4-pútt á 2. holunni í dag á 2. hring Valspar mótsins.
„Maður var bara með há skor á holunum,“ sagði Daly. „Það er bara svona sem golfið er. En þegar maður er með yips er ekkert gaman!“
Það var svo sannarlega ekkert gaman á 2. hringnum á Valspar hjá Daly sérstaklega á 16. holunni.
Hann byrjaði á því að dræva í vatnshindrun. Hann átti eftir 270 yarda (247 metra) til þess að komast yfir vatnið eftir vítadropp sitt en mistókst tvisvar. Síðan húkkaði hann til vinstri og þurfti síðan að nota 3 chip til þess að komast inn á flöt þar sem hann þurfti bara 1 pútt og niðurstaðan 12 högg á 1 holu!
Hæsta skor Daly á 1 holu voru 18 högg á 6. holu á Bay Hill Invitational árið 1998. Þetta (í dag) var þó skárra en það a.m.k. sló hann aðeins 3 sinnum í vatnið.
„Ég tók tvö góð dropp og hitti 3-tréð á hælinn í vatnið,“ sagði hann. „Síðan sjankaði ég með 7-járninu, chippaði, gróf boltann, þannig að ég náði honum ekki út…. þetta voru góð 12 högg. Ég reddaði 12!“
Þetta er í 16 sinn á PGA Tour sem Daly hefir verið á skori á 1 holu sem er 10 högg eða meira. Nú í dag, föstudaginn 14. mars var 1 ár frá því hann var síðast á svona risaskori .
Bara á PGA Tour hefir Daly verið 82 sinnum á skori upp á 80 eða hærra.
Daly sagði að hann yrði að fá aðstoð með yips-ið eftir það sem hefir verið hræðilega slæm vika. Hinn 47 ára tvöfaldi risamótssigurvegari sagði að hann hefði verið í meðferð vegna plantar fasciitis bólgu í vinstri hæl á miðvikudeginum og hann hefði því haltrað um völlinn.
„Ég er allur að brotna í sundur“ sagði hann.
Púttin pirruðu Daly. Daly var með einhverjar mýkstu hendur í golfinu þegar hann sigraði á PGA Championship 1991 og Opna breska 1995 á St. Andrevs. En púttstrokan hans hefir komið ver út fyrir Daly en jafnvel olnboga skurðaðgerðin sem hann var í á s.l. ári. Hann átti góða möguleika að sigra í American Express Championship 2005 í Harding Park, þegar hann setti niður 5 metra pútt og knúði fram umspil við Tiger.
„Þetta er í hausnum á mér í höndunum og ég get ekki stoppað það,“ sagði Daly. „Í stuttri stroku er ég of hraður. Í venjulegu, löngu strokunni minni kem ég upp. Jafnvel fæturnir á mér hreyfast. Ég ætti að vera í spennitreyju, reyna það. Ég hef alltaf verið of fljótur í púttunum þannig að ég ætti ekki að fá yips. En ég er með það og ég er illilega með það!
Daly hefir verið að leika á undanþágu styrktaraðila s.l. 8 ár var ekkert viss hvenær hann myndi spila næst.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024