Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2014 | 00:10

PGA: Garrigus efstur á Valspar – hápunktar 2. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Robert Garrigus, sem er efstur á Valspar mótinu í Innisbrook resort í Flórída.

Garrigus er búinn að leika á samtals 7 undir pari, 135 höggum (69 66). Í 2. sæti er Kevin Na á 4 undir pari og 3. sætinu deila þeir Mattero Manassero, Justin Rose, Pat Perez og Matt Every á samtals 3 undir pari hver, eða allir 4 höggum á eftir Garrigus.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Valspar mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags Valspar mótsins SMELLIÐ HÉR: