Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2014 | 19:00

Verchnova snýr aftur til keppni

Rússneski kylfingurinn Maria Verchenova er búin að vera frá keppnisgolfi vegna þess að hún eignaðist barn seint á árinu 2012.

En nú er hún aftur byrjuð að keppa og tekur þátt í Lalla Meryem mótinu í Marokkó.

Á facebook síðu sína skrifaði hún í gær:

T35. Same stuff: lot of birdies, lot of bogeys… But I couldn’t believe I made a cut with rental clubs.
Nice, useless experience.
Thank’s to BA! 
Hún sem sagt segist í lauslegri þýðingu deila 35. sætinu; hún hafi fengið mikið af fuglum og skollum og trúði því varla að hún hafi náð niðurskurði með leigukylfum!  Þetta er ágætis byrjun og verður gaman að fylgjast með henni síðar á árinu.
Maria Verchenova