Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2014 | 19:45

Afmæliskylfingur dagsins: Haraldur Franklín Magnús – 16. mars 2014

Það er Haraldur Franklín Magnús, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haraldur fæddist 16. mars 1991 og er því 23 ára í dag. Hann hóf 2011 keppnistímabilið á að sigra glæsilega Opnunarmót GR, 15. maí 2011 á 67 höggum! Um sumarið spilaði  Haraldur Franklín á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Hann sigraði m.a. á Símamóti mótaraðarinnar á Hvaleyrinni, í Hafnarfirði, 26. júní 2011.

Sumarið, 2012, varð Haraldur Franklín bæði Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik! …. sá fyrsti úr röðum GR til að vinna  Íslandsmeistara-titilinn í höggleik í 27 ár!!

Eins var Haraldur Franklín í sigursveit GR í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í Evrópumóti golfklúbba í National Golf Club, Antalya í Tyrklandi, í október 2011 Sveit GR hafnaði í 15. sæti og lék Haraldur Franklín best í sveit GR.

Jafnframt var Haraldur Franklín ásamt þeim Axel Bóassyni, GK og Rúnari Arnórssyni, GK í liði Íslands á heimsmóti áhugamanna (Eisenhower Trophy) nú í október 2012, en liðið hafnaði í 27. sæti og var enn á ný spilað í Antalya í Tyrklandi.

Árið 2013 spilaði Haraldur Franklín á Eimskipsmótaröðinni og sigraði m.a. á Securitas-mótinu úti í Vestmannaeyjum.

Haraldur Franklín og Anna Sólveig

Haraldur Franklín og Anna Sólveig

Sem stendur er Haraldur Franklín við nám Louisiana Lafayette, þar sem hann spilar með golfliði skólans, The Raging Cajuns.

Haraldur Franklín er auk þess í afrekshóp GSÍ, völdum af landsliðsþjálfaranum í golfi, Úlfari Jónssyni.

Sjá má viðtal Golf 1 við Harald Franklín með því að SMELLA HÉR: … og komast má á facebook síðu Haraldar til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Haraldur Franklín (23 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Lucy Barnes Brown, f. 16. mars 1859 (Vann fyrsta US Women´s Amateur);  Richard Tufts, f. 16. mars 1896;  Hollis Stacy, 16. mars 1954 (60 ára);  Vincent Tshabalala, 16. mars 1943 (71 árs) Simon Yates, 16. mars 1970 (44 ára);  Joakim Bäckström, 16. mars 1978 (36 ára);  Bud Cauley, 16. mars 1990 (24 ára)… og …

 

Guðný Ævarsdóttir (51 árs)

F. 16. mars 1963

Sigga Sif Sævarsdóttir (46 ára)

F. 16. mars 1968

Anna Sigriður Magnúsdóttir

F. 16. mars

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is