Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2014 | 07:00

PGA: Frábært chip Senden á 16. – Myndskeið

Ástralinn John Senden stóð uppi sem sigurvegari á Valspar mótinu í Palm Harbor, Flórída í gærkvöldi.

Það sem öðru fremur innsiglaði sigur hans en nokkuð annað var frábært chip Senden á par-4, 16. holu Copperhead vallar Innisbrook golfstaðarins, þar sem mótið fór fram.

Hann setti boltann niður úr röffi, af 68 yarda færi, þ.e. u.þ.b. 23 metra frá holu.

Um höggið sitt góða, sem kom honum í forystu á lokahringnum sagði Senden m.a. þetta: „Þetta var bara töfrahögg!“

Til þess að sjá töfrahögg Senden á par-4 16. holu á lokahring Valspar mótsins SMELLIÐ HÉR: