Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2014 | 22:45

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 6. sæti á Seahawk mótinu e. fyrri dag!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU taka þátt í Seahawk Intercollegiate golfmótinu, sem fram fer í Wilmington, Norður-Karólínu.

Mótið stendur dagana 16.-17. mars og hófst því í gær. Þátttakendur eru 78 frá 13 háskólum.

Guðmundur Ágúst er á samtals 2 undir pari átti glæsihring upp á 67 og síðan annan mun lakari á 75 á fyrsta keppnisdegi. Hann er í 6. sæti í einstaklingskeppninni.  Í liðakeppninni, stóð Guðmundur Ágúst sig best af liðsfélögum ETSU en liðið er í 2. sæti í mótinu!!!

Sjá má umfjöllun um glæsilega frammistöðu Guðmundar Ágústs á heimasíðu ETSU, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna í Seahawk Intercollegiate eftir 1. dag mótsins SMELLIÐ HÉR: