Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2014 | 13:00

Daly og nýi tíminn í golfinu

Nú nýlega náði John Daly nýjum lágpunkti í mjög svo mislitum ferli sínum á golfvellinum.  Hann var á 90 höggum í PGA Tour móti, sem er skor sem meðalskussinn ætti að ná á góðum degi!  Daly er þó vorkunn þar sem hann er kominn með yips s.s. Golf 1 greindi frá SMELLA HÉR: 

En það er ýmislegt annað sem upp úr stendur eftir þetta slæma skor Daly.

Það eru einfaldleg aðrir tímar núna heldur en þegar Daly var upp á sitt besta í kringum 1990 og að byrja sem atvinnumaður.

Í dag leggja hvortheldur eru atvinnukylfingar sem og hinn metnaðargjarni áhugamaður miklu meiri áherslu á líkamsrækt og mataræði samhliða golfæfingum.   Það er vegna þess að það er erfitt að ná hámarksárangri með mikla yfirvigt.  Mörg dæmi eru um kylfinga sem sagst hafa náð betri árangri eftir að hafa lagt af t.a.m. Darren Clarke, sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: og Mattero Manassero SMELLA HÉR:

Hér skal einvörðungu á það bent varðandi mataræðið og neysluvenjur almennt  að í Bandaríkjunum einum hefir gosdrykkjasala t.a.m. dregist saman svo og neysla sykurríkra próteindrykkja og annarra íþróttadrykkja.  Þeir sem vilja ná langt  í golfi reyna að vera með nóg af vatni eða jónuðu vatni í pokum sínum.

Sjá má áhugaverða grein „Give me Sport“ um ofangreint SMELLIÐ HÉR: