Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2014 | 17:00

Stenson vonast til að bæta sig

Henrik Stenson hefir ekkert alltof miklar áhyggjur af því þó árið byrji heldur dauflega hjá honum eftir flugeldasýningar síðasta árs.

Nr. 3 á heimslistanum (Stenson) lauk árinu 2013 með stæl í Dubai og átti þar að auki 2. sætis árangur á Opna breska risamótinu eftir að hafa sigrað á FedEx Cup, um haustið.

Og ef það væri ekki alveg nóg.  Nei, Stenson var tvívegis meðal efstu 5, þ.e.  á  Nedbank Challenge í Suður-Afríku og á  Thailand Golf Championship. Og svo spilaði hann í órúlegum fjölda móta á síðasta ári 31….. og kannski ekkert nema von að hann sé þreyttur núna.

Því það sem af er árinu 2014 hefir ekki gengið vel hjá Stenson og er 16. sætið á Doral besti árangurinn eftir 6 spiluð mót.

„Ég hvíldi mig ekkert mikið milli keppnistímabila og held að ég é að gjalda þess svolítið svona snemma árs,“ sagði hinn 37 ára Stenson.

„Þegar tankurinn er tómur, skiptir engu máli hversu mikið maður vill hlutina. Þeir bara gerast ekki. En ég er ekkert of áhyggjufullur. Ég vakna á einhverjum punkti, vona ég.“

Stenson hefur leik á Bay Hill á morgun á Alfred Dunhill Invitational. Á síðasta ári fór hann einmitt í gang á þessu móti, en hann lauk leik þar síðast í 8. sæti  á síðasta ári.