Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2014 | 18:40

Mickelson með í Valero Texas Open

Valero Texas Open er mót næstu viku á PGA Tour.  Þar mun ein helsta golfstjarna túrsins, Phil Mickelson spila, en hann hefir sem kunnugt er gefið út að hann ætli að minnka við sig keppnisþátttöku.

Það verður þvi gaman að fylgjast aftur með Phil!

Mickelson hefir sigrað í 42 PGA mótum og er nr. 5 sem stendur á heimslistanum.

 Valero Texas Open fer fram 27.-31. mars á  Oaks golvelli TPC San Antonio.

„Phil færir mótinu allt annað stig spennu þegar hann tekur þátt og við erum mjög þakklát að hann hafi ákveðið að vera með í næstu viku,“ sagði framkvæmdastjóri Valero Texas Open, Larson Segerdahl.