Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2014 | 07:00

Christina Kim snýr aftur til keppni: „Er loksins verkjalaus“

Christina Kim er óþreyjufull að hafja keppni aftur, en hún hefir verið frá keppnisgolfi í meira en 4 mánuði.

Kim hefir ekki spilað í móti frá því í  Mizuno Classic s.l. nóvember, en hún hefir verið að ná sér eftir að sin slitnaði í hægri olnboga hennar og forhandegg.

Kim tíar upp í JTBC Founders Cup, sem er mót vikunnar á LPGA.

„Ég man ekki eftir að hafa vilja spila svona mikið,“ sagði Kim. „Ég er ákveðin að spila óhrædd.“

Kim er spennt yfir hvernig nýtt form hennar muni reynast henni.

„Ég er loksins verkjalaus,“ sagði Kim, sem átti 30 ára stórafmæli fyrir 5 dögum, þ.e. 15. mars.  „Ég er virkilega ánægð og líður vel andlega og líkamlega,“

Christina hefir glímt við þunglyndi s.s. Golf 1 greindi frá sjá m.a. með því að SMELLA HÉR CHRISTINA KIM 1: 

CHRISTINA KIM 2     CHRISTINA KIM 3     CHRISTINA KIM 4     CHRISTINA KIM 5    CHRISTINA KIM 6     CHRISTINA KIM 7  

CHRISTINA KIM 8