Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2014 | 13:30

Afmæliskylfingur dagsins: Charley Hull ——— 20. mars 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Charley Hull. Charley fæddist 20. mars 1996 og er því 18 ára í dag. Charley er einn efnilegasti kylfingur Bretlands. Hún komst fyrst í fréttirnar fyrir u.þ.b. 2 árum,  þar sem hún fékk ekki að taka þátt í Curtis Cup vegna þess að hún þáði boð um að keppa á Kraft Nabisco risamótinu í lok þessa mánaðar og komst þ.a.l. ekki á æfingu með liði Breta&Íra. Sjá nánar nýlega frétt Golf 1 þar um, smellið HÉR:

Charley var yngst í sigurliði Solheim Cup 2013 og lagði þar sitt lóð á vogarskálarnar.  Hún var líka í fréttum nú fyrir nokkrum dögum þegar hún sigraði í fyrsta móti sínu á LET, á Lalla Meryem mótinu á Evróputúrnum.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Kathy Baker Guadagnino, 20. mars 1961 (53 ára); Arjun Atwal, 20. mars 1973 (41 árs);  Sung Ah Yim (임성아), 20. mars 1984 (30 ára stórafmæli) … og …

Anna Maggý

F. 20. mars 1996 (18 ára)

Lr Heilsuvörur Snyrtivörur

F. 20. mars 1967 (47 ára)

Herta Kristjánsdóttir

F. 20. mars 1944 – d. 29. janúar 2014

Gísli Rúnar Jónsson

F. 20. mars

D-prjón Prjón

F. 20. mars 1967 (47 ára)

Golf 1 óskar kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is