Hrafn Guðlaugsson, GSE and Faulkner. Photo: In Hrafns possession
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og félagar í 1. sæti í SCAD Atlanta Inv.

Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK tóku þátt í Savanna College of Art and Design (stytt í SCAD) mótinu, sem fram fór Atlanta, Georgia, 16. mars s.l.

Þátttakendur voru lið frá 9 háskólum.

„The Eagles“, golflið Faulkner háskóla, lið Hrafns og Sigurðar Gunnars sigraði í mótinu.   Hrafn var á 3. besta skori liðsins (70 71) og taldi skor hans, en skor Sigurðar Gunnar taldi ekki vegna erfiðs upphafshringjar upp á 78 högg.  Sigurður náði sér þó vel á strik og lék seinni hringinn á 1 undir pari, 70 höggum.

Faulkner spilar næst í  Martin Methodist mótinu, en það mun fara fram í Canebrake golfklúbbnum í  Athens, Alabama.,  7. apríl n.k.