Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2011 | 08:00

Til hamingju Ísland! – 1. desember 2011

Í dag er Fullveldisdagurinn og við höldum upp á að Ísland hlaut fullveldi 1. desember 1918 undan Danmörku. Fullveldi felur í sér að fara með æðstu stjórn, dóms-, löggjafar- og framkvæmdavalds, skv. kenningunni um þrískiptingu ríkisvalds yfir landsvæði eða hóp fólks. Það er ýmist ríkisstjórn eða þjóðhöfðingi sem fer með fullveldið. Ísland hlaut fullveldi í dag fyrir 93 árum, en varð ekki sjálfstætt fyrr en 17. júní 1944. Ástæðan er  sú að Íslendingar viðurkenndu danska konunginn áfram sem þjóðhöfðingja sinn og utanríkisstefna Íslands var áfram í höndum Dana.

Golf 1 óskar kylfingum landsins, sem öðrum Íslendingum til hamingju með daginn!