Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2014 | 01:00

LPGA: Mirim Lee efst á JTCB e. 1. dag

Það er fremur óþekktur kvenkylfingur frá Suður-Kóreu, Mirim Lee,  sem tekið hefir forystu á JTCB Founders Cup.  Lee lék á samtas 8 undir pari, 64 höggum. Hún fékk 9 fugla og 1 skolla á hringnum.  Mirim er sem stendur nr. 92 á Rolex-heimslistanum.  Hún er fædd 25. október 1990 og á þvi sama afmælisdag og kínverski undradrengurinn Guan Tian-lang. Mirim er 23 ára.

JTCB Founders Cup. fer fram í Wildfire golfklúbbnum í Phoenix, Arizona.

Í 2. sæti er Morgan Pressel einu höggi á eftir Mirim, á 7 undir pari, 65 höggum.

Hvorki fleiri né færri en 8 kylfingar eru síðan jafnar í 3. sæti þ.á.m. nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park, fyrrum nr. 1 Stacy Lewis, Gerina Piller og Michelle Wie.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag JTCB Founders Cup SMELLIÐ HÉR: