Horft yfir Leirdalsvöll – einn uppáhaldsgolfvalla Guðmundar. i. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2014 | 07:15

GKG 20 ára 24. mars n.k. – viljayfirlýsing um byggingu íþróttamiðstöðvar GKG

Á heimasíðu GKG er að finna eftirfarandi frétt:

Næstkomandi sunnudag, 23. mars munum við halda upp á þann merka áfanga að félagið okkar GKG verður 20 ára. Við höldum upp á daginn deginum fyrr en GKG var stofnað 24. mars 1994. Að því tilefni munum við efna til afmælisfagnaðar í klúbbhúsinu okkar og er dagskráin eftirfarandi:

15:00 formleg dagskrá hefst

Bæjarstjórar Garðabæjar og Kópavogs þeir Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Einarsson ásamt formanninum okkar Guðmundi Oddsyni munu skrifa undir viljayfirlýsingu um byggingu Íþróttamiðstöðvar GKG. GKG hefur undanfarið ár unnið að þarfagreiningu á klúbbhúsi fyrir GKG. Í ljósi þess að barna- unglinga og afreksstarf félagsins er með þeim hætti sem er, þarf að taka mið af því við byggingu nýs klúbbhúss. Það var því niðurstaðan að sameina innanhússæfingastöðu við félagsaðstöðuna og byggja Íþróttamiðstöð í stað hefðbundins klúbbhúss. Helgi Már Halldórsson GKG-ingur og arkitekt mun kynna drög að teikningum að nýrri íþróttamiðstöð GKG og þá mun Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ halda tölu.

Gert er ráð fyrir því að formlegri dagskrá ljúki um 16:00 og verður opið hús í framhaldinu til kl. 18:00. Við munum láta kynninguna á nýju Íþróttamiðstöðinni okkar rúlla ásamt gömlum og nýjum myndum. Aðalatriðið er þó að hittast og hita upp fyrir komandi golfsumar ásamt því að heiðra afmælisbarnið.

Boðið verður upp á kaffi, gos og snittur.

Með bestu kveðjum,

Stjórn og starfsfólk GKG

Texti: Agnar Már