Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2014 | 10:00

Alheimslögmál golfsins

Alheimslögmál golfsins (ens.: Cosmic laws of golf)

Lögmál nr.  1: Það skiptir ekki máli hversu slæmt síðasta högg þitt var, þú átt eftir að sjá það verra. Þetta lögmál hverfur ekkert á 18. holu, þar sem það hefir þá yfirnáttúrulega tilhneigingu til þess að eiga við um heilt mót, heilt sumar eða jafnvel heila ævi.

Lögmál nr. 2: Á eftir besta golfhring þínum áttu versta golfhringinn þinn. Líkindi á því síðarnefnda aukast eftir því sem þú segir fleirum frá því fyrrnefnda.

Lögmál nr. 3: Glænýir golfboltar virðast vera með vatnshindranasegul. Jafnvel þó ekki sé hægt að sanna þetta á rannsóknarstofu, þá er það þekkt staðreynd að þeim mun dýrari sem golfboltinn er, þeim mun meiri líkur er á að hann lendi í vatnshindrun.

Lögmál nr 4.: Golfboltar skoppa sjaldnast af trjám og aftur í leik. Ef einn undantekningarboltinn gerir það, þá brýtur tréð alheimslögmál og það ætti að höggva það niður.

Lögmál nr. 5: Sama hvað gerðist hjá kylfingi sem slær misheppnað högg, þá verða spilafélagar hans að segja „Þú leist upp“ eða skapa sér reiði alheimsins.

Lögmál nr.6: Þeim mun hærri sem forgjöf kylfings er þeim mun hæfari telur hann sig vera að veita leiðbeiningar.

Lögmál nr. 7: Allar  par-3 holur heimsins hafa þá leyndu þrá að auðmýkja kylfinginn. Þeim mun styttri sem holan er, þeim mun heitari er þráin.

Lögmál nr. 8: Að toppa  3-járn er sársaukafyllsta pynting sem vitað er um.

Lögmál nr. 9: Pálmatré éta golfbolta.

Lögmál nr. 10: Sandurinn er lifandi.  Ef hann væri það ekki, hvernig er þá hægt að skýra það hvernig hann vinnur gegn þér?

Lögmál nr. 11: Golfbílar verða alltaf rafmagnslausir á punkti fjærst frá klúbbhúsinu.

Lögmál nr. 12:  Kylfingur sem slær á hóp þinn mun alltaf vera „stærra númer“ en einhver í ráshóp þínum. Á sama hátt, samanstendur ráshópur á undan þínum, sem þú slærð af slysni á yfirleitt af fótboltakappa, atvinnuglímukappa, dæmdum morðingja og einhverjum sem vinnur á skattstofunni – eða einhverri svipaðri samsetningu!

Lögmál nr. 13: Öll 3-tré eru haldin illum öndum.

Lögmál nr. 14: Golfboltar úr sama pakka virðast elta hvern annan, sérstaklega utan vallarmarka eða í vatnshindrun (sjá lögmál 3)

Lögmál nr. 15: Alvarleg slæs eru bæði hrikalega kraftmikil og falleg.

Lögmál nr. 16: „Góð tilraun“ má yfirleitt þýða með „slæmt pútt.“ Á sama hátt þýðir „erfitt brot!“ yfirleitt „misstir létt pútt, hálfvitinn þinn.“

Lögmál nr. 17: Sá sem þú myndir síst vilja tapa fyrir á golfvellinum virðist alltaf vera sá sem vinnur þig.

Lögmál nr. 18: Síðustu 3 holurnar á vellinum ráða úrslitum um hvert endanlegt skor þitt verður.

Lögmál nr.19: Hótanir um að hætta í golfi koma a.m.k. 2 í mánuði (svona getur golfið verið pirrandi stundum!)

Lögmál nr. 20: Allar hótanir eða loforð gefin á golfvelli gilda bara til sólseturs sama dag.