Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2014 | 19:00

Sigurði Arnari gekk vel á US Kids móti!

Sigurður Arnar Garðarsson, 12 ára kylfingur í GKG, lauk keppni í sínu fyrsta alþjóðlega móti í gær, en hann tók þátt í USKids mótaröðinni á Jekyll Island vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Sigurður stóð sig með stakri prýði og hafnaði í 12. sæti, en hann lék hringina tvo á 79 og 75 höggum (+10). Það var Bandaríkjamaðurinn Tyler Lipscomb, sem sigraði 12 ára flokkinn á 6 höggum undir pari.

Úrslit mótsins er hægt að sjá hér.

USKids mótaröðin er leikin víðvegar í Bandaríkjunum og í Evrópu, og er mjög góður vettvangur til að öðlast reynslu í mótum erlendis. Þátttakan í mótinu eflir áhugann enn frekar hjá Sigurði og hvetur hann til dáða, en hann er einn allra efnilegasti kylfingur landsins, og er í Afrekshópi GSÍ. Þess má geta að bróðir hans er landsliðsmaðurinnn Ragnar Már Garðarsson, en hann stundar nám við McNeese háskólann í Louisiana, þar sem hann leikur jafnframt með skólaliðinu.

Texti: Úlfar Jónsson