Sigurði Arnari gekk vel á US Kids móti!
Sigurður Arnar Garðarsson, 12 ára kylfingur í GKG, lauk keppni í sínu fyrsta alþjóðlega móti í gær, en hann tók þátt í USKids mótaröðinni á Jekyll Island vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Sigurður stóð sig með stakri prýði og hafnaði í 12. sæti, en hann lék hringina tvo á 79 og 75 höggum (+10). Það var Bandaríkjamaðurinn Tyler Lipscomb, sem sigraði 12 ára flokkinn á 6 höggum undir pari.
Úrslit mótsins er hægt að sjá hér.
USKids mótaröðin er leikin víðvegar í Bandaríkjunum og í Evrópu, og er mjög góður vettvangur til að öðlast reynslu í mótum erlendis. Þátttakan í mótinu eflir áhugann enn frekar hjá Sigurði og hvetur hann til dáða, en hann er einn allra efnilegasti kylfingur landsins, og er í Afrekshópi GSÍ. Þess má geta að bróðir hans er landsliðsmaðurinnn Ragnar Már Garðarsson, en hann stundar nám við McNeese háskólann í Louisiana, þar sem hann leikur jafnframt með skólaliðinu.
Texti: Úlfar Jónsson
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024