Jeff Maggert
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2014 | 10:30

Champions Tour: Maggert sigraði í Mississippi – Frábær ás Nick Price!

Það var Jeff Maggert sem sigraði á Champions Tour móti s.l. helgi í Mississippi Gulf Resort Classic.

Maggert lék hringina 3 á samtals 11 undir pari, 205 höggum (68 69 68) og átti 2 högg á þann sem varð í 2. sæti Bill Andrade, sem lék á samtals 9 undir pari, 207 höggum.

Sjá má kynningu Golf 1 á Jeff Maggert með því að SMELLA HÉR: 

Þriðja sætinu deildu síðan þýski golfsnillingurinn Bernhard Langer og Jay Haas (pabbi Bill Haas) á samtals 8 undir pari, hvor og í 5. sæti varð sigurvegari síðustu helgi Fred Couples á samtals 7 undir pari.

Eitt flottasta högg mótsins var ás Nick Price, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Mississippi Gulf Resort Classic SMELLIÐ HÉR: