Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2014 | 14:30

GMac: „EurAsiu bikarinn ágætis upphitun fyrir Ryderinn“

Graeme McDowell (GMac) segir að EurAsíu bikarinn muni verða fullkominn undirbúningur fyrir Ryder Cup, sem fram fer á seinna á árinu í Gleneagles, í Skotlandi.

Hvað snertir EurAsíu bikarinn þá er taldar 4/9 líkur á að lið Evrópu sigri í Glenmarie golfklúbbnum í Malasíu.

GMac er eini kylfingurinn í evrópska liðinu, sem lék í „kraftaverkinu í Medinah“ 2012, en margir félaga hans þar berjast nú um að komast í Ryder Cup liðið aftur.

Thomas Björn, Victor Dubuisson, Jamie Donaldson og Stephen Gallacher eru allir sem stendur í liðinu en menn á borð við Joost Luiten, Gonzalo Fernandez-Castano og Pablo Larrazabal eru nálægt því að komast í liðið.

Með svona marga sem hugsanlega koma til greina þá telur GMac að EurAsiu keppnin sé sérlega mikilvæg.

„Eitt af því erfiðasta við Ryder Cup er að para leikmenn rétt saman, sérstaklega í fjórmenningunum,“ sagði GMac.

„Það er þess vegna sem mót eins og EurAsia Cup er mikilvægt fyrir mig; það er mjög mikilvægt bæði fyrir Evrópumótaröðina og Asíutúrinn. Í Asíu er golfvaxandi íþrótt… Það er augljóslega stór þáttur Evrópumótaraðarinnar og mót milli Evrópu og Asíu er nokkuð sem við þörfnumst  vegna Ryder Cup.“