Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Edith Cummings – 26. mars 2014

Það er Edith Cummings sem er afmæliskylfingur dagsins. Edith var fædd 26. mars 1899 og dó  í nóvember 1984. Það eru því í dag nákvæmlega 115 ár frá fæðingardegi hennar og 30 ár frá dánardægri hennar.   Hún var ein af fremstu áhugakylfingum síns tíma.  Hún var ein af 4 fremstu hefðarmeyjum Chicago, þ.e. þeirra sem mesti fengur þótti í að kvænast  (ens.: one of the Big Four debutantes in Chicago) í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hún varð þekkt um öll Bandaríkin eftir sigur sinn 1923 í US Women´s Amateur. Þann 25. ágúst 1924 varð hún fyrsti kylfingurinn og fyrsti kveníþróttamaðurinn til þess að birtast á forsíðu Time Magazine.

Rithöfundurinn F. Scott Fitzgerald elskaði vinkonu Edith, Ginevru King, en hann gerði þær báðar ódauðlegar í bókum sínum því sögupersónan Jordan Baker í bókinni The Great Gatsby er talin að öllu leyti byggð á Edith Cummings.

Alexa Stirling t.v. óskar Edith Cummings t.h til hamingju með sigurinn á US Women´s Amateur 1923, en mótið fór fram í Westchester Country Club, Rye,  N.Y.

Alexa Stirling t.v. óskar Edith Cummings t.h til hamingju með sigurinn á US Women´s Amateur 1923, en mótið fór fram í Westchester Country Club, Rye, N.Y.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru David Delong, 26. mars 1959 (55 ára); Debbie Hall, 26. mars 1960 (54 ára);  Lee Porter, 26. mars 1966 (48 ára), Ian Guy Hutchings, 26. mars 1968 (46 ára); Rachel Raastad, (norsk – spilar á LET Access), 26. mars 1989 (25 ára)

…. og …..

Arnar Birgisson (49 ára)
Brynja Haraldsdóttir, GP (46 ára)
Saxhamar Sh (47 ára)

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is