Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2014 | 15:00

EurAsia Cup: Evrópa 5 – Asía 0 – Hápunktar 1. dags

Í dag hófst í Glenmarie golfklúbbnum í Kuala Lumpur í Malasíu EurAsiu Cup, sem er holukeppni milli Evrópu og Asíu með Ryder Cup fyrirkomulagi.

Mótið hófst á því að forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak,  sem við þekkjum öll eftir fréttaflutning um flugvélina týndu MH370, sló upphafsheiðurshögg.

Síðan spiluðu fyrirliðar beggja liða  þ.e. Miguel Angel Jiménez fyrirliði  liðs Evrópu og Thongchai Jaidee, fyrirliði liðs Asíu, en báðir eru spilandi fyrirliðar þ.e. eru þátttakendur í mótinu.

Á fyrsta degi vann Evrópa alla leiki sína gegn liði Asíu og staðan því 5:0 fyrir liði Evrópu.

Stærsta sigurinn unnu þeir Gonzalo Fdez-Castaño og Stephen Gallacher gegn þeim Anirban Lahiri og Gaganjeet Bhullar 4&3.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á EurAsia Cup SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá glæsihögg dagsins á 1. degi EurAsia Cup SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1 dags á EurAsia Cup SMELLIÐ HÉR: