Skrítnar golfsveiflur
Hér birtist ein fyrsta grein greinarhöfundar, sem áður hefir birtst í ársbyrjun 2010 á iGolf.
Á YouTube hefir um skeið verið u.þ.b. 11 mínútna myndband sem sýnir skrítnar golfsveiflur ýmissa þekktra golfara. Myndbandið heitir: “The Strangest Swings in All of Golf” og er tengillinn eftirfarandi: SMELLIÐ HÉR:
Margir hafa eflaust séð myndbandið. Það hefst á eftirfarandi yfirlýsingu: “Seve Ballesteros – I don´t want to attest to his golfswing… but I named my first cat after Seve Ballesteros.” Gagnrýni á golfátrúnaðargoði margra olli, að því er virðist, miklu uppnámi á bloggsíðu Youtube, þar sem litið var á þetta sem hálfgerða stríðsyfirlýsingu bandaríska gagnrýnandans á Spán – Spánverjar voru fljótir að verja sinn mann, upphefja sveiflu hans og var bandaríski fréttamaðurinn m.a. úthrópaður : ”¡Dig!” (Spurning hvort átt var við pig eða dick – allaveganna nýyrði í bandarískum fúkyrðaflaumi!
Síðan fá Allan Doyle og Josh Broadaway á baukinn – Broadaway fyrir að vera með svokallað krossgrip, sem hefir óneitanlega áhrif á sveifluna. Gert er grín að baksveiflu jafnsnjallra leikmanna og Nancy Lopez og Bob Murphy, sagt að hin barnmarga Nancy hefði getað smurt nesti handa öllum krakkaskaranum sínum, á þeim tíma sem hún var að trekkja dræverinn upp í baksveiflunni og svipað um Murphy, en sagt var um hann, að maður gæti lagt sig meðan hann væri að taka baksveifluna á snigilshraða.
David Leadbetter segir golfsveiflu Natalie Gulbis óvenjulega en vísar í þjálfara hennar, sem hafi eitt sinn sagt honum að aukasveiflann, sem enn annar sérfræðingurinn kallaði “dipdeedoodle-thingið” hennar Natalie væri vegna þess að hún væri með aukahryggjarlið.
Jim Furyrk er tekinn fyrir (sjá frá 5:44 mín), en golffréttamennirnir segja m.a. um hann að hreyfingar hans séu óhefðbundnar, frægar og líkja honum við kolkrabba sem detti úr tré. Jim Furyk sjálfur segir að í grundvallaratriðum sé hann ekkert ólíkur öðrum golfurum. “You should be allowed to have your own flair, your own style or whatever is natural to you. I have a goofy grip – I have a double-overlap”
Og loks slapp Charles Barkley (CB) ekki (sjá frá 9:27 mín). Tim Rosaforte hjá Golf Channel þagði langa stund þegar hann var beðinn um álit á golfsveiflu CB… en komst síðan að þeirri niðurstöðu að um enga sveiflu væri að ræða hjá CB. Joe Logan hjá Philadephia Inquirer sagði að vegna golfsveiflu sinnar væri CB á barmi þess að vera glæpamaður (a borderline criminal) og að forða ætti konum og börnum burt af golfáhorfendasvæðinu. Stuttu síðar sést CB slá og öskra “sorry!”. Enn einn gagnrýnandi líkir golfsveiflu CB við eitt allsherjar flogaveikiskast.
Loks kemur svo það, sem er svo merkilegt að rifja upp í ljósi síðustu uppljóstrana úr lífi Tiger Woods (athugið þessi grein birtist 2010 þegar Tiger var í miðjum framhjáskandal) þessa aðventu þegar afhjúpaðar voru hverjar hjákonur hans á fætur annarri og þær spruttu fram eins og “jólasveinar á leið til byggða” eins og frægt er orðið. Tökuvélin beinist að Charles Barkley sem situr hjá Tiger Woods og spyr hann biðjandi: “You say on Jay Leno that I was the worst golfer in the world. You were just joking, weren´t you? (Á ísl: Þú sagðir í þætti Jay Leno að ég væri versti golfari í heiminum – varst´ekki bara að grínast?) Svar Tigers: “You know, I don´t really joke around that much. I´m… I call… Like I said I´m perfectly honest all the time. And that was the truth.” (Á ísl.: Veistu, ég grínast ekki svo mikið. Ég er … Ég kalla… Eins og sagði þá er ég alltaf fullkomlega heiðarlegur. Og þarna var ég að segja sannleikann.”) Þarna höfum við það – Þarna…. í þetta skipti… og kannski bara þarna var Tiger að segja sannleikann.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024