John Ponter fór tvisvar holu í höggi …. á sama hring
Þann 19. mars s.l. fór John Ponter, 53 ára, frá Baden, Pennsylvaníu tvisvar sinnum holu í höggi á sama hring.
Hann var á smávegis golfferðalagi með vinum sínum á Myrtle Beach þegar hann náði draumahöggi allra kylfinga, ekki bara einu sinni heldur tvisvar.
Ponter hóf leik á seinni 9 í Oyster Bay golfklúbbnum. Fyrsti ásinn steinlá eftir að Ponter sló með 9-járninu sínu af 15. teig,á 109 yarda (99,5 metra) par-3 holuna. Þetta var fyrsta draumahögg Ponter og fagnaðarlætin eftir því.
„Ég trúði þessu ekki,“sagði Ponter í viðtali við Myrtle Beach Golf Holiday.
Ímyndið ykkur bara hversu hissa hann varð þegar hann kom á 135 yarda (123 metra) par-3 6. holuna og náði öðru draumahöggi sínu, þarna sama daginn.
Talið er að líkurnar á að þetta gerist séu 1 á móti 67 milljónum.
Svo skrítið sem það er þá var Ponter á 9 daga golfferðalagi og hafði ekkert gengið sérlega vel allan tíma. Hann var t.a.m. á 89 höggum þennan dag á Oyster Bay, sem var besta skor hans allt ferðalagið!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024