Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2014 | 08:30

LPGA: Kerr og Salas leiða fyrir lokahring Kia Classic

Það eru bandarísku kylfingarnir Cristie Kerr og Lizette Salas, sem deila efsta sætinu fyrir lokahring Kia Classic mótsins, sem fram fer á Aviara golfvellinum í Carlsbad, Kaliforníu.

Lizette Salas hefir aldrei sigrað í LPGA móti en oft verið ansi nálægt því. Tekst henni að sigra í kvöld?

Lizette Salas hefir aldrei sigrað í LPGA móti en oft verið ansi nálægt því. Tekst henni að sigra í kvöld?

Báðar eru þær búnar að leika á samtals 10 undir pari, 206 höggum; Kerr (68 68 70) og Salas (69 68 69).

Tveimur höggum á eftir í 3. sæti eru þær: Anna Nordqvist, Ayako Uehara, forystukona 2. dags Dori Carter og Shanshan Feng.

Sjöunda sætinu, 3 höggum á eftir forystukonunum eru þær Lexi Thompson, Stacy Lewis, Eun-Hee Ji og Chella Choi.

Ljóst er að hart verður barist á lokahring Kia Classic og alls óvíst hver uppi stendur sem sigurvegari, enda munur milli stúlknanna í 1. og 10. sætinu aðeins 3 högg og því allt opið enn!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Kia Classic SMELLIÐ HÉR: