GSD: Skorradalsvöllur – ónotuð golfgersemi
Að Indriðastöðum í Skorradal er flottur 9 holu völlur, 5.482 metrar að lengd séu spilaðar 18 holur.
Jörðin Indriðastaðir er 1100 ha og er við suð-vesturhorn hins 17 km langa Skorradalsvatn í Borgarbyggð.
Árið 2000 ákvað Inger Helgadóttir, bóndi að Indriðastöðum að hanna 9 holu golfvöll og var hann lagður árið 2004.
Vorið 2007 þ.e. fyrir 7 árum var ákveðið að stofna golfklúbb að Indriðastöðum og var hann stofnaður 3. mars 2007 og alls 212 félagar sem skráðu sig sem stofnfélagar Golfklúbbs Skorradals (GSD). Síðan kom eins og allir vita fjárhagskreppan, þar sem útrásarvíkingarnir keyrðu landið í þrot og því var það svo að golfvöllurinn var aldrei opnaður formlega fyrir almenning.
„Þetta er golfvöllur sem aldrei hefir verið notaður. Ekki eru áform um að blása lífi í hann núna en maður veit aldrei hvað verður,“ sagði Ómar Pétursson, á Indriðastöðum þegar Golf1.is hafði samband við hann. „Við viljum í raun enga umfjöllun um hann (völlinn).“
Því verður umfjöllun um völlinn ekki lengri, þó ekki sé hægt annað en að harma að slík golfgersemi sem Skorradalsvöllur er hafi aldrei verið tekin í notkun!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024