Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2014 | 22:00

Tiger missir af Masters í 1. sinn í 20 ár!

Tiger Woods verður ekki með í The Masters risamótinu því hann undirgekkst uppskurð í baki vegna klemmdrar taugar.

Uppskurðurinn var framskvæmdur af taugasérfræðingnum Dr. Charles Rich í Park City, Utah. Í fréttatilkynningu sagði að Tiger muni undirgangast „intensíva endurhæfingu og meðferðir á mjúk-vefjum“ innan viku og markmiðið sé að hann snúi aftur  til keppni „einhvern tímann í sumar.“

 

Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár, sem Tiger er ekki með á The Masters risamótinu.

„Eftir að reyna að undirbúa mig fyrir Masters og án þess að sjá nauðsynlegu framfarirnar, ákvað ég, í samráði við lækna mína að gangast undir þessa aðgerð,“ sagði í fréttatilkyningu frá Tiger.

Jafnframt tvítaði Tiger til áhangenda sinna: „Þykir leitt að missa af Masters. Þakka áhangendunum fyrir allan stuðninginn. tigerwoods.com“