Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2014 | 02:00

Pettersen ekki með í Kraft Nabisco

Heimsins bestu virðast allir vera að drepast í bakinu þessa dagana.

Það er ekki bara Tiger sem dregur sig úr risamóti – „Norska frænka okkar“ Suzann Pettersen sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði að hún myndi ekki taka þátt í 1. risamóti kvennagolfsins í ár, Kraft Nabisco Championship, að því er virðist vegna brjósklos.

Í fréttatilkynningunni frá Suzann segir m.a.:

„Það er miður að ég muni ekki geta keppt í þessari viku. Ég elska þetta mót og myndi gera allt til að geta spilað. Á þessum tímapunkti þá verð ég bara að vera skynsöm og gera ekki illt verra.“