Eiginkona Rod Pampling ástæða sigurs Bowditch á Valero Texas Open
Sigurvegari Valero Texas Open, Steven Bowditch hefir upplýst um hvað orðið hafi til þess að hann sigraði í fyrsta móti sínu á PGA Tour…. en það er eiginkona ástralsks félaga síns Rod Pampling.
Þannig er mál með vexti að Steven Bowditch hefir glímt við þunglyndi, sem hefir gert honum erfitt fyrir á ferlinum.
Hann sagði að fyrir mótið hefði hann farið til nýs íþróttasálfræðings og hún hefði haft þessi góðu áhrif á hann.
Fréttamenn voru að vonum áfjáðir um að draga upp úr honum nafnið á þessum góða íþróttasálfræðingi, en eitthvað færðist Bowdich undan að gefa það upp.
Leyndarmál hans var nefnilega Angela Pampling, eiginkona Rod Pampling, sem unnið hefir með mörgum topp-íþróttamönnum m.a. Michael Sim.
Á blaðamannafundinum sagði hann m.a.: „Það kom ekki á óvart að ég sigraði í San Antonio vegna þess að ég var tilbúinn til að sigra“
„Ég byrjaði að fara til íþróttasálfræðings s.l. miðvikudag þannig að ég fór inn í mótið með nýjar hugmyndir og aðra strategíu í því sem ég hef verið að gera.“
„Varla tilviljun að allt í einu er ég í stöðu til að vinna mótið. Ég var bara þar til þess að læra hvernig ég gæti beitt nýja ferlinu (sem hann var að læra hjá íþróttasálfræðingnum) í leik mínum.“
Fréttamenn vildu óðir og uppvægir fá Bowditch til að gefa upp nafnið á íþróttasálfræðingnum, sem hann fór til en hann færðist undan og sagði aðeins að það væri kona í Dallas.
Fréttamenn hófu nú mikla rannsóknarblaðamennsku sumir hverjir, en án árangurs þ.e. – Bowditch upplýsti síðan eina ástralska blaðamanninn á mótinu, um nafnið á íþróttasálfræðingnum en það er Angela Pampling .
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024