Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2014 | 06:00

Eiginkona Rod Pampling ástæða sigurs Bowditch á Valero Texas Open

Sigurvegari Valero Texas Open, Steven Bowditch hefir upplýst um hvað orðið hafi til þess að hann sigraði í fyrsta móti sínu á PGA Tour…. en það er eiginkona ástralsks félaga síns Rod Pampling.

Þannig er mál með vexti að Steven Bowditch hefir glímt við þunglyndi, sem hefir gert honum erfitt fyrir á ferlinum.

Hann sagði að fyrir mótið hefði hann farið til nýs íþróttasálfræðings og hún hefði haft þessi góðu áhrif á hann.

Fréttamenn voru að vonum áfjáðir um að draga upp úr honum nafnið á þessum góða íþróttasálfræðingi, en eitthvað færðist Bowdich undan að gefa það upp.

Leyndarmál hans var nefnilega Angela Pampling, eiginkona Rod Pampling, sem unnið hefir með mörgum topp-íþróttamönnum m.a. Michael Sim.

Angela Pampling ásamt eiginmanni sínum Rod (ástralsks) kylfings og slökkviliðsmönnum á fjáröflunarmóti

Angela Pampling ásamt eiginmanni sínum Rod (ástralsks) kylfings og slökkviliðsmönnum á fjáröflunarmóti

Á blaðamannafundinum sagði hann m.a.: „Það kom ekki á óvart að ég sigraði í San Antonio vegna þess að ég var tilbúinn til að sigra“

„Ég byrjaði að fara til íþróttasálfræðings s.l. miðvikudag þannig að ég fór inn í mótið með nýjar hugmyndir og aðra strategíu í því sem ég hef verið að gera.“

„Varla tilviljun að allt í einu er ég í stöðu til að vinna mótið. Ég var bara þar til þess að læra hvernig ég gæti beitt nýja ferlinu (sem hann var að læra hjá íþróttasálfræðingnum) í leik mínum.“

Fréttamenn vildu óðir og uppvægir fá Bowditch til að gefa upp nafnið á íþróttasálfræðingnum, sem hann fór til en hann færðist undan og sagði aðeins að það væri kona í Dallas.

Fréttamenn hófu nú mikla rannsóknarblaðamennsku sumir hverjir, en án árangurs þ.e. – Bowditch upplýsti síðan eina ástralska blaðamanninn á mótinu, um nafnið á íþróttasálfræðingnum en það er Angela Pampling .