Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2014 | 12:00

5 sem gætu sigrað á Masters í ár

Flestir veðbankar spá því að Rory McIlroy komi til með að blómstra á the Masters risamótinu og sigri nú í ár.

Hér skal kastljósinu beint að 5 kylfingum sem standa utan þess þegar kemur að því að spá fyrir um sigurvegara The Masters í ár – en gætu komið á óvart:

Jordan Spieth

Jordan Spieth

1. Fyrstan ber að nefna Jordan Spieth frá Texas. Hann er einn af kylfingum framtiðarinnar. Þrátt fyrir ungan aldur og stuttan feril (en hann er bara búinn að vera á PGA Tour frá árinu 2012) er hann þegar búinn að landa sínum fyrsta sigri (á John Deere Classic 2013). Spieth hefir auk þess spilað í Forsetabikarnum og til alls líklegur á The Masters.

2. Thorbjörn Olesen er aðeins 24 ára. Það skýrir e.t.v. óstöðugleikann á leik hans en hann getur átt afleita hringi, reyndar hefir það verið saga hans upp á síðkastið en hann hefir ekki komist í gegnum niðurskurð í síðust 3 mótum sínum.  Hann varð hins vegar óvænt í 6. sæti á The Masters á síðasta ári og virðist kunna vel við sig þar. Auk þess er Olesen í hörkuspilaformi eftir þátttöku í EurAsíu bikarnum.

Angel Cabrera

Angel Cabrera

3.  Gamla brýnið Angel Cabrera gæti komið á óvart! Hann virðist alltaf vera með efstu á risamótum.

4. Það eru fáir kylfingar betri en Harris English!

5. Loks hefir Jimmy Walker staðið sig frábærlega á keppnistímabilinu 2013-2014 á PGA Tour (3 sigrar) og af hverju ætti velgengni hans ekki að halda áfram 2014?