Ný risamótaviðurkenning sem ber nafn Anniku Sörenstam
Í fyrradag tilkynnti LPGA um nýja viðurkenningu fyrir afrekskvenkylfinga á risamótum, en viðurkenningin mun bera nafn Anniku Sörenstam
Á ensku er heiti þessarar nýju viðurkenningar Rolex ANNIKA Major Award.
„Markmið okkar með öllu sem við gerum er að færa kvennagolf og LPGA á hærra stig,“ sagði framkvæmdastjóri LPGA, Michael Whan. „Risamótin er stærsta svið okkar og við eru stolt af að vera í samvinnu við Rolex og Anniku til þess að koma á laggirnar þessari viðurkenningu sem mun veitast þeim kvenkylfingi sem stendur sig best á hverju ári á risamóti.“
Risamótin í kvennagolfinu eru nú 5 talsins og fer það fyrsta á þessu ári einmitt fram um þessar mundir þ.e. the Kraft Nabisco Championship.
Vel er við hæfi að nýja viðurkenningin beri nafn Anniku en hún vann á ferli sínum 89 mót á LPGA þ.á.m. 72 mót á LPGA, og þar af 10 risamót, sem eru eftirfarandi:
1995 U.S. Women’s Open
1996 U.S. Women’s Open
2001 Kraft Nabisco Championship
2002 Kraft Nabisco Championship
2003 Wegmans LPGA Championship
2003 RICOH Women’s British Open
2004 Wegmans LPGA Championship
2005 Wegmans LPGA Championship
2005 Kraft Nabisco Championship
2006 U.S. Women’s Open
Annika á líka metið í að hafa oftast orðið Rolex leikmaður ársins eða 8 sinnum og hún er enn með metið yfir lægsta meðatalsskor á keppnistímabili á LPGA (68.6969 árið 2004).
Til þess að hljóta nýju Anniku viðurkenninguna fyrir góðan árangur í risamótum þá eru kvenkylfingum veitt stig fyrir góða frammistöðu í mótunum.
Stigagjöfin er með eftirfarandi hætti:
Stigakerfi til að hljóta Rolex ANNIKA Major Award
1. sæti í risamóti – 60 stig.; 2. sæti í risamóti – 24 stig.; 3. sæti í risamóti – 18 stig.; 4. sæti í risamóti – 14 stig.; 5. sæti í risamóti- 12 stig.; 6. sæti í risamóti – 10 stig.; 7. sæti í risamóti – 8 stig.; 8. sæti í risamóti – 6 stig.; 9. sæti í risamóti – 4 stig og að síðustu.; 10. sæti í risamóti – 2 stig.
Ath: Notast er við sama stigakerfi og þegar valinn er leikmaður ársins, nema hér eru stig einvörðungu veitt fyrir 10 efstu sætin í risamótunum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024