Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2014 | 19:59

Nicklaus óskar Tiger góðs bata

Jack Nicklaus óskaði Tiger Woods góðs bata eftir bakuppskurðinn s.l. mánudag.

Uppskurðurinn varð  til þess að Tiger mun missa af Masters mótinu í fyrsta sinn á ferli sínum.

„Mér þykir leitt að Tiger muni missa af Masters mótinu,“ sagði hinn 74 ára Nicklaus.

„Ég veit að Tiger hefir verið að vinna hörðum höndum að því að komast í form og eins og ég hef sagt margoft á Tiger mikið af góðu golfi eftir.  Ég hata að sjá hann rændan hluta þess tíma vegna meiðsla.“

„En við vitum öll að hann er að gera það sem er best fyrir heilsu hans og framtíð. Ég óska honum góðs (og fljóts) bata“ saði Nicklaus loks.